480-2900

Snæland 20, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 555639
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Snæland 20, Selfossi.

Um er að ræða fullbúið, bjart og fallegt 145,0 fm. einbýlishús ásamt 32,9 fm. sambyggðum bílskúr, samtals 177,9 fm.  Húsið er byggt úr timbri árið 2018 og er klætt að utan með lituðu bárujárni og timbri í bland.   Litað járn er einnig á þaki. Gluggar og útihurðir eru úr furu. Að innan er íbúðin þrjú rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpsherbergi sem getur nýst sem svefnherbergi, rúmgóð stofa, eldhús, baðherbergi, forstofa og þvottahús.  Harðparket er á öllum gólfum nema á þvottahúsi og baði.  Innfelld led lýsing er í húsinu og er hún að hluta dimmanleg. Stórir gluggar eru á stofu og eldhúsi sem gera húsið mjög bjart. Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðar frá FAGUS.  Í eldhúsinu er svart bæsuð eikar innrétting með eyju. Borðplatan er kvartsteinn frá REIN. Á baðinu er svart bæsuð eikar innrétting og skápu,  stór sturta, upphengt wc og handklæðaofn. Í þvottahúsinu er svart bæsuð innrétting með epoxý á gólfi og innangengt er úr þvottahúsi í bílskúr.  Fataskápar eru í barna herbergjunum sem og forstofunni.  Innihurðir eru frá FAGUS og eru þær svart bæsaðar úr eik og yfirfelldar.  Í Hiti er í gólfum hússins. Rennihurð liggur út á veröndina úr stofunni og þar er heitur pottur.  Bílgeymslan er  32,9 fm. og er með epoxy á gólfi og innkeyrsluhurðin er álflekahurð.

Lóðin er þökulögð og möl er í innkeyrslu. 

 

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasala - Skjalavinnsla í síma  845-9900, halli@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Einbýli
Stærð: 177 m2
Herbergi: 5
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2018
Bílskúr/skýli: 1
Fasteignamat: 59.200.000 kr.
Brunabótam: 73.500.000 kr.
Verð: 89.800.000 kr